Framundan er sidemount-námskeið helgina 23-24. júní 2018. Áhugasamir endalaga hafa samband með skilaboðum eða hringið í síma 663-2610.
Sjö helstu kostir sidemount-köfunar.
1. Auðveld að straumlínulaga búnaðinn. Ef þú þarft eða vilt fleiri en einn kút þá þá er sidemount mjög straumlínulöguð uppsetning. Þegar sidemount er rétt sett upp þá dregur það úr mótspyrnu í vatninu og kemur í veg fyrir að þú rekist í umhverfið.
2. Auðveldara að setja búnaðinn á sig. Það er auðveldara að kafa með tveimur litlum kútm heldur en einum stórum. Sérstaklega þar sem þú getur borið kútana í sitthvoru lagi og set á þig ofan í vatninu. Þetta nýtist vel fólki sem á við líkamlega vandamál t.d. eins og bakmeiðsli að stríða.
3. Fjölbreytileiki. Sidemount kemur vel út í sportköfun og er frábær byrjun fyrir kafara sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína út fyrir það að nota einn kút.
4. Meira magn af gasi. Ef þú ert að nota nitrox og köfunartölvu þá er auðveld að kafa það lengi að maður klárar gasbirðir án þess að þurfa að taka afþrýstistopp ef maður er með einn kút. Þess vegna getur tveggja kút uppsetningu þegar kafað er með nitrox hentað betur. Svo þú getur notið þess að kafa lengur.
5. Aðgengi. Með sidemount þá eru allir kranar, mælar og lungu fyrir framan þig þar sem þeir eru sjáanlegir og aðgengi auðveld. Þetta gerir líka það að verkum að auðveldara er að greina vandamál og laga þau.
6. Stillanleiki. Með sidemount er venjulega auðveldara að stilla búnaðinn meðan kafað er til að auka straumlínulögun kafarans og trim. Flestum köfurum sem kafa með sidemount finnst það þægilegast uppsetningin á köfunarbúnaði.
7. Að leysa vandamál. Með tveggja kúta uppsetningu eins og sidemount getur þú leyst vandamál eins og að missa gasbirðir án þess að þurfa að reiða þig á köfunarfélaga þinn.
Sérstakt tilboðs verð 49.000.-