SDI Open water námskeið í köfun

139.000.- isk. Þetta er grunn námskeið í köfun þar sem farið er yfir helstu áhættuþætti og þekkingu sem þurfa til að getaposter 24x36 SDI web stundað köfun.  Bóklegi hlutinn er að mestu tekinn í fjarkennslu á netinu en síðan er farið yfir verkefni og próf með kennaranum.  Síðan er einn dagur í sundlaug og eftir það fjórar kafanir í sjó.  Nemandi fær að láni allan búnað sem hann þarf fyrir þetta námskeið.  Námskeiðið veitir réttindi til köfunar niður á 18 metra. Fyrir 30.000.- isk í viðbót getur nemandinn bæt við þurrbúningsréttindum en þá bætis einn köfun við námskeiðið.  Í dag er krafa um þurrbúningsréttindi til að kafa í þjóðgarðinum á Þingvöllum og víðsvegar í heiminum þar sem kafað er í mjög köldu vatni eða sjó.  Fyrir frekari upplýsingar um þetta námskeið getið þið kíkt á heimasíðu SDI,

https://www.tdisdi.com/sdi/get-certified/open-water-scuba-diver-course/ 


SDI Advanced adventure diver námskeið í köfun. 

99.000.- Þetta er framhaldsnámskeið þar sem byggt er ofan á ýmislegt sem kennt er í grunnnámskeiðinu.  Djúpköfun á 30 metra, köfun með áttavita eru kjarnaáfanga í þessu námskeiði.  Síðan velur fólk sér í samráði með köfunarkennaranum fyrstu þrjár kafanir í öðrum SDI sérnámskeiðum.  Námskeiðið er fimm kafanir og veitir köfurum réttindi til köfunar niður á 30 metra dýpi.

https://www.tdisdi.com/sdi/get-certified/advanced-adventure-diver/


SDI Advanced Scuba Diver Development Program

Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja sannarlega verða “Advanced Divers.” Í þessu námskeiði mun köfunarkennarinn fara með þér í fjögur mismundandi SDI sérnámskeið (t.d. Djúpköfun, áttavitaköfun, ljósmyndun, nitrox o.s.frv.) þar sem farið er yfir þá getu og að þekkingu sem þú þarf á að halda, í lok námskeiðsins átt þú að geta framkvæm álíka kafanir á eigin vegum.Þegar þú hefur skráð 25 kafanir í logbókina þína (þar með talið allar kafanir á námskeiðum), og klárað þessi fjögur sérnámskeið getur þá getur SDI köfunarkennari útskrifað þig sem "advance" SDI kafara.  Verð fer eftir samsetningu á sérnámskeiðum en veitur er afsláttur ef öll námskeiðin eru tekin saman í þessum prógrammi. 

 

SDI rescue diver björgunarnámskeið í köfun 

79.000.- isk. Þetta er námskeið fyrir þá sem eru advanced diver og búnir að læra fyrstu hjálp.  Á námskeiðinu er farið yfir hvað menn þurfa að gera til að koma í veg fyrir slys og bregðast við slysum hjá köfurum.  Þá er bæði farið í sjálfshjálp og í björgun á öðrum köfurum.  Þetta er bæði bóklegt og verklegt námskeið og tekur venjulega eitt kvöld og tvo daga og er venjulega kennt á eini helgi.


SDI divemaster. 

150.000.- isk. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja verða leiðtogar í köfun.  Nemendur þurfa að vera búnir með Rescue diver námskeiðið til að hefja þetta námskeið og hafa 60 loggaðar kafanir.  Divemaster námskeiðið þjálfar fólk í því að leiða aðra kafara í köfun og veitir fólki fagréttindi í köfun til að starfa sem köfunarleiðsögumenn eða til að aðstoða köfunarkennara.  Þetta er líka mikilvægasta námskeiðið til undirbúnings fyrir köfunarkennaranámið og námið tekur venjulega nokkra mánuði að klára.  Ofan á verð fyrir námskeið kemur verð fyrir bókapakka og skráningu hjá SDI.  Best að hafa samband til að sjá betri upplýsingar.


SDI Drysuit þurrgallanámskeið. 

Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa lært að kafa í heitum sjó og hafa enga reynslu af þurrgölum.  Það getur verið stórt skref að kafa í þurrgala í fyrsta skiptið og gott að gera það undir leiðsögn köfunarkennara.  Einnig geta þeir sem taka open water bæt við einni köfun og fengið þurrgalaréttindinn líka(20.000.- auka kostnaður).  Námskeiðið veitir réttindi til köfunar í þurrgala en á sumum köfunarstöðum er það krafa svo að kafarar fái að kafa.  Námskeiðið kostar 65.000.-  kr.


SDI Deep Diver djúpköfunarnámskeið.

65.000.- isk.  Sniðugt námskeið fyrir þá sem vilja geta skoðað meira í köfun en margir köfunarstaðiðir á Íslandi liggja á 18 til 40 metra dýpi t.d. El Grillo og Strýtunar í Eyjafirðinum.  Á námskeiðinu er farið í helstu áhættuþættir djúpköfunar og skipulagningu hennar.  Námskeiðið er fjórar kafanir og þar af einn niður á 40 metra.  Í námskeiðinu er fólki kennd að nota varaloftlind sem er nauðsynlegt þegar kafað er á meiri dýpi.  Farið er yfir uppsetningu og notkun á slíkum aukakút.  Nemendur þurfa sjálfir að eiga sinn búnað en við getum lánað auka kút og lungu fyrir þetta námskeið.

 

 SDI sidemount köfunarnámskeið.

Undanfarinn ár hefur sidemount köfun verið að sækja á sem uppsetning á köfunarbúnaði.  Þetta er tveggja kúta uppsetning þar sem kútarnir eru hafðir upp við síðuna.  Þetta gerir straumlínu lögun og flottjöfnun betri.  Þar að auki er miklu öruggara að kafa með tveimur kútum heldur en einum.  Þetta námskeið tekur tvo daga og samanstendur af verklegu námi innandyra þar sem farið er yfir uppsetningu á kútum og öðrum búnaði.  Síðan eru þrjár kafanir þar sem æfingar eru gerðar eins og lokun fyrir loft í neyð og flottjöfunun.  Fyrsta köfunin er aðeins verið að stilla af búnaðinn.  Verð á þessu námskeiði er 59.900.- kr.

 

SDI Computer nitrox

25.000.- iskr. Þetta er eitt af vinsælustu námskeiðum SDI.  Það veitir kafara réttindi til að nota súrefnisbæt loft upp að 40% súrefni í loftinu.  Þetta eykur þann tíma sem kafari getur varið í kafi án þess að þurfa að lenda í afþrýstistoppi.  Einnig verða menn almennt minna þreytir ef þeir kafa með súrefnisbætu lofti og það leyfir þeim að taka fleiri kafanir á dag án vandræða.  Þetta er venjulega það námskeið sem menn taka þegar þeir ætla að fara að taka köfunina sýna alvarlega.  Þetta námskeið tekur aðeins eitt kvöld og samanstendur af bóklegu og verklegu námi í kennslustofu.

SDI Solo kafari

65.000.- iskr. Þetta er námskeið sem SDI hefur kennt í meira en 20 ár og verið leiðandi að koma soló-köfun í köfunarheiminn.  Þetta krefst meiri sjálfsaga og visst hugafara að kafa einn.  Þetta námskeið er hannað með reyndari kafara í huga sem vilja kafa einir eða vera betri köfunarfélagar.  Á námskeiðinu er farið yfir hverning á að skipuleggja köfun, setja sér mörk og þekja sín eigin mörk, koma í veg fyrir slys en líka kosti soló-köfunar, rétt ferli til að nota og þær hættur sem leynast fyrir þá sem kafa einir.  Þér verður kennd hverning búnað þú þarft að setja upp til að kafa einn.  Þetta námskeið er fullkomið fyrir köfunarkennara, kafara sem hafa þurft að kafa með lélegum köfunarfélaga, neðansjávarljósmyndara, neðansjávarkvikmyndatökumenn og félaga þeirra.  Þetta námskeið er nokkrir klst í bóklegum og tvær kafanir.

https://www.tdisdi.com/sdi/get-certified/solo-diver-course/

Deila