Icedive.is - Köfunarútgerðin ehf er SDI köfunarskóli

Við höfum áhuga á tækniköfun, neðansjávar myndtöku og sportköfun.  Við erum virkir kafarar hér á Íslandi og reynum að taka þátt í þeim verkefnum sem þar eru s.s. hreinsunum, rannsóknarverkefnum og köfunarverkefnum í kringum landið.

Við kennum og skipumleggjum köfunarferðir hérlendis.

Við erum

Sigurður J. Haraldsson, TDI-SDI köfunarkennari og PADI köfunarkennari.  Eigandi Icedive.is.  Hann lærði að kafa 2004 í Tælandi og fór í þurrgallanámskeið sama ár á Íslandi.  Hann hefur verið síðan þá virkur sem kafari.  Árið 2007 tók hann divemaster námskeiðið sitt í Tælandi og árið 2009 varð hann PADI köfunarkennari í Englandi.  Síðan þá hefur hann bæt við sig tækniköfunarréttindum PADI tec rec 50 og PADI tec rec trimix diver.  Árið 2011 tók hann þátt í að skipuleggja köfunarleiðangur að flakkinu að bandaríska varðskipinu Alexander Hamilton.  Hann hefur síðan tekið SDI köfunarkennsluréttindi og er einn fárra á Íslandi sem er TDI og IANTD tækniköfunarkennari.

 

 

 

 

 

Deila