Grunnnámskeið í köfun í September, SDI Open water.
Við verðum með grunnnámskeið í köfun, SDI Open Water, dagana 4., 5. og 6. september. Ekki verða fleiri en 4 nemar á námskeiðinu. Ef þessi tími hentar þér ekki, hikaðu þá ekki við að hafa samband varðandi annan tíma.
Siggi H, kennari og eigandi icedive.is er með meira en áratuga reynslu af köfunarkennslu á Íslandi.
Nemar taka bóklega hlutan í fjarnámi hjá SDI á sínum tíma. Fyrsti dagurinn föstudagur er verkleg kennsla í sundlaug. Laugadagurinn er tvær kafanir í sjó eða vatni og sunnudagurinn er tvær kafanir í sjó eða vatni. Nemum er útvegaður allur búnaður sem þeir þurfa og öll kennsla fer fram í þurrgalla.
Heildarverðið er 99.000.- iskr fyrir Open Water en fyrir 10.000.- auka krónur er hægt að bæta eini köfun við námskeiðið og taka þurrgallaréttindin í leiðini(SDI Dry Suit) en á mörgum stöðum í heiminum er þeirra krafist til að kafa í köldu vatni og meðal annars í Silfru á Þingvöllum.
Til að skrá sig á námskeiðið er hægt að senda email á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., skilaboð hér á FB eða hringja í 6632610, þér verður svo send eyðublað sem þú þarft að fylla út.