Köfunarferðir á Íslandi

Við bjóðum upp á köfunarferðir á eftirfarandi staði.  Endilega hafðið samband fyrir meiri upplýsingar.

Silfra Silfra er gjá á Þingvöllum sem er fyrir löngu orðin heimsfræg fyrir sína fegurð.  Skylda er að hafa þurrbúningsréttindi til að kafa þar.

 

 

 

 

 

 

 

Bjarnagja3Bjarnagjá er gjá með ísöltu vatni og er rétt hjá Grindavík.  Þar er oft fiskur að sjá og nýverið var flaki sökkt í gjána.  Staðurinn er vinsæll meðal kafara enda hægt að kafa þar í öllum veðrum.

 

 

 

 

 

diving hotspringsKleifarvatn er stutt frá höfuðborgarsvæðinu.  Vatnið er gjörinn staður til að æfa köfun.  Einnig er hversasvæði sunnan megin í vatninu sem er einstakt á heimsvísu en ekki margir staðir þar sem hægt er að kafa fyrir ofan hveri.

 

 

 

 

 

DavidgjaDavidsgjá er önnur gjá á Þingvallarsvæðinu.  Hún svipar mikið til Silfru en nær lengra út í vatnið.  Þar fara innlendir kafarar mikið til að kafa enda bíður staðurinn upp á langa köfun og flottar gjár til að skoða.

 

 

 

 

 

 

krabbiGarður er sjóköfunarstaður á enda Reykjanesins.  Þar er venjulega mikið af fiski og öðrum sjávardýrum til að skoða.  Hámarksdýpi er um 16-18 metrar og botnlag eru steinar og sandur.  Straumar geta verið sterkir þar og best að haga köfun í takt við það.

 

 

 

 

 

flekkuvikFlekkuvík er köfunarstaður rétt hja Vogum á Vatnsleysuströnd.  Best er að hafa fjórhjóladrifsbíl til að komast þangað.  Þar er náttúran ósnortin og fallegir þaraskógar til að kafa í.  Hámarksdýpi er um 30 meterar.  Aðgengi að köfunarstaðanum er erfitt og best að fara þangað með kunnugum.

 

 

 

 

 

urcinÓttarstaðir er köfunarstaður í bakgarði höfuðborgasvæðisins.  Staðurinn er vinsæll meðal innlendra kafara.  Þar er þaraskógur, skelfiskur og venjulega mikið dýralíf.  Hámarksdýpi er um 16 metrar.  Aðgengi er gott og keðja á botninum til að auðvelda köfurum að þræða sig í gegnum þaraskóginn og ná niður á dýpið þar sem venjulega er meira af fiski að sjá.

 

 

 

 

 

 

Strytan, diving in Iceland, geothermal chimneyStrýtan er hveraútstreymi í eyjafirði sem hefur myndað turn sem nær frá 60-70 metra dýpi upp á 16 metra dýpi.  Hún og aðrar strýtur í Eyjafirði eru einstakar þar sem venjulega fynnst álíka strýtur aðeins á mesta dýpi hafsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

ElGrillo wreck stern aftEl Grillo er flak af bresku olíuskipi sem sökkt var í seini heimsstyrjöld á Seyðisfirði.  Flakið er mjög stórt og eitt af fáum flökum sem hægt er að kafa í á Íslandi.  Dekkið er á 28 metra dýpi en þar eru rúmir 40 metrar niður á hafsbotn í kringum flakið.  Það tekur nokkrar kafanir til að klára að skoða þetta flak og mikið að sjá og skoða.  Þessar kafanir eru fyrir advance kafara.

Deila