Ljósmyndunarferðir á Íslandi

Ísland er sannkölluð paradís fyrir ljósmyndara. Hér finnur þú einstakt landslag, dramatískta birtu
og óteljandi tækifæri til að fanga náttúruna í sínum fegursta búningi – hvort sem það er ofan
vatns, í ferskvatni eða sjónum.

Við bjóðum upp á sérsniðnar ljósmyndunarferðir þar sem þú getur einbeitt þér að því sem þú
kannt best – að skapa stórbrotin myndverk. Þú kemur sjálf/ur með myndavélina og við sjáum
um að leiða þig á staðina sem gera myndirnar einstakar.

Ljósmyndun á landi

Upplifðu töfrandi landslag Íslands: eldfjöll, jökla, fossa, víðáttumikil fjöll og strendur. Við leiðum
þig að bestu myndatækifærunum, óháð árstíð.

Ljósmyndun í ferskvatni

Þingvallavatn, Silfra, Kleifarvatn og fleiri einstök stöðuvötn bjóða upp á kristaltært vatn og
dramatísk form sem henta fullkomlega fyrir skapandi ljósmyndun neðansjávar.

Ljósmyndun í sjó

Ísland er einstakur staður fyrir myndir í sjó. Hér er fjölbreytt dýralíf og ótrúlegar
náttúrumyndanir, eins og Strýturnar í Eyjafirði.

Módel fyrir myndatökur

Ef óskað er eftir módelum fyrir myndatökurnar getum við séð um það – hvort sem um ræðir
köfun, frístundasport eða dramatískar portrettmyndir í náttúrunni.

Þetta er upplifun sem hentar bæði áhugaljósmyndurum og reyndum fagmönnum sem vilja
fanga einstaka fegurð Íslands.

Hafðu samband til að fá sérsniðna dagskrá eða ljósmyndunarferð sem passar þínum áhuga og
reynslu. Við sjáum um skipulagningu – þú kemur með myndavélina, við komum með ævintýrið..