Tækniköfunarnámskeið

Tækniköfun er tegund af köfun sem fer yfirleitt dýpra og teygir botntíman mun lengur en venjuleg tómstundaköfun. Tæknikafanir gera köfurum kleyft að fara á staði sem er annars ómögulegt að kafa að. Námskeiðin kenna nemendum að búa til köfunaráætlun og kenna þeim aðferðir til að framkvæma slíkar kafanir á öruggan máta.

TDI Kynning á tækniköfun – 80.000 ISK

Þetta námskeið er hannað til að kynna reyndum kafara fyrir tækniköfun en án þessi dýpis og áhættu sem er venjulega samhliða tækniköfun. Hámarksdýpi er 22 metrar. Farið er yfir uppsetingu og búnað tæknikafara, farið yfir útreikninga á loft eða gasnotkun sem nauðsynlegir eru til að plana köfun og einblínd á flottjöfnun og straumlínulögun kafarans. Allur búnaður innifalinn, námsefni og skírteini

Inntökuskilyrði: Að neminn sé búinn með Open Water og að lágmarki 17 ára gamall

https://www.tdisdi.com/tdi/get-certified/intro-to-tech-diving/


TDI Advance Nitrox Diver – 80.000 ISK

Tveggja daga námskeið þar sem fjórar kafanir eru teknar. Farið yfir notkun á gas/loftbirðum í köfun og notað súrefnisbæt loft allt frá 22% til 100% til að plana kafanir.

Inntökuskilyrði: Neminn þarf að vera búinn með Nitrox Diver eða sambærilegt námskeið, 25 kafanir loggaðar og að lágmarki 17 ára gamall.

https://www.tdisdi.com/tdi/get-certified/advanced-nitrox-diver/


TDI Decompression Procedures Diver – 80.000 ISK

Tveggja daga námskeið þar sem fjórar afþrýstikafanir eru planaðar og kafaðar. Þetta námskeið getur verið tekið samhliða Advance Nitrox. Í þessu námskeiði lærir kafarinn að skipuleggja afþrýstingsstopp í köfunum að hámarki 45 metra dýpis og nota til þess nitrox eða súrefnis eftir því sem köfunarréttindi nemans leyfa. Allur búnaður og kennsluefni innifalið.

Inntökuskilyrði :  Neminn þarf að vera Advance open Water eða með sambærilegt námskeið, 25 kafanir loggaðar og að lágmarki 18 ára.

https://www.tdisdi.com/tdi/get-certified/decompression-procedures-diver/


TDI Decompressoin Procedures Diver and TDI Advance nitrox diver combined – 150.000 ISK

Þetta er fjögra daga námskeið þar sem farið er yfir efnið í bæði Advance nitrox og Decompression Procedures á sama tíma. Þetta er mun stífari keyrsla á þessu námskeiði og farið í 6 kafanir þar sem afþrýstingsstopp eru tekin. Notað er súrefnisbæt loft allt frá 22-100%. Allur búnaður og kennsluefni innifalið.

Inntökuskilyrði :  Neminn þarf að vera Advance open Water eða með sambærilegt námskeið, 25 kafanir loggaðar og að lágmarki 18 ára. Neminn þarf að vera búinn með Nitrox Diver eða sambærilegt námskeið.